Erlent

Myrti föður sinn og gróf hann í garðinum

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi í janúar.
Frá vettvangi í janúar. Vísir/Getty
63 ára gömul kona frá Bretlandseyjum hefur verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að myrða föður sinn. Konan, Barbara Coombes, játaði morðið nú í janúar á þessu ári en tólf ár eru liðin frá atburðinum.

Coombes var handtekinn þann 7. janúar þegar hún gekk sjálfviljug á lögreglustöð í Stockport og játaði morðið.

Beitt ofbeldi í áratugi

Í janúar árið 2006 var Coombes í garði föður síns að sinna garðyrkjustörfum þegar hún gekk inn í eldhúsið og fann kassa fullan af klámfengnum myndum af börnum, þar á meðal henni sjálfri.

Hún segir föður sinn hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og grófu kynferðislegu ofbeldi frá 11 ára aldri en þetta atvik hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hún hafi gripið skóflu sem hún notaði við garðyrkjustörfin, gengið að föður sínum og slegið hann í hnakkann tvívegis áður en hún skar hann á háls með skóflunni.

Því næst hafi hún vafið líkinu í teppi, dregið það út í garðinn og falið það á bakvið tré. Degi síðar pantaði hún tonn af jarðveg sem hún notaði til þess að grafa lík föður síns í garðinum, aðeins nokkrum metrum frá svefnhergi sínu.



Sagði föður sinn hafa dáið á spítala

Coombes hélt morðinu leyndu í tólf ár. Hún sagði fjölskyldumeðlimum að faðir hennar hefði látist á spítala, ýmist eftir blóðeitrun eða hjartaáfall, og verið brenndur fljótlega eftir andlátið. Enginn tilkynnti um hvarf mannsins eftir morðið og gerðu nágrannar hans ráð fyrir því að hann hefði flutt eða einfaldlega dáið.





Síðastliðin tólf ár hefur Coombes búið í húsi föður síns og þegið rúmlega 25 milljónir krónur í bætur sem ætlaðar voru honum.

Degi fyrir játninguna hafði ríkisstarfsmaður óskað eftir fundi með henni vegna grunsemda um húsnæði hennar og bæturnar, og telur lögregla það hafa verið ástæðu játningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×