Enski boltinn

Fekir á leið til Liverpool eftir allt saman?

Dagur Lárusson skrifar
Nabil Fekir.
Nabil Fekir. vísir/getty
Forseti Lyon, Jean-Michel Aulas hefur gefið í skyn að Nabil Fekir gæti verið á leið til Liverpool í sumar eftir allt saman.

 

Liverpool var nálægt því að ganga frá kaupum á Fekir rétt fyrir HM en félagsskiptin áttu sér ekki stað einhverja hluta vegna en sögusagnir hafa verið á sveimi þess efnis að Fekir hafi fallið á læknisskoðun.

 

Jean-Michel Aulas hefur nú komið fram og sagt að félagsskiptin gætu ennþá átt sér stað.

 

„Félagsskiptin gengu ekki í júní, en það hefur ekki haft nein áhrif á hann. Öll hans einbeiting er á HM og hjarta hans er ennþá í Lyon. Nabil er mikið nær Lyon núna heldur en þegar við vorum að tala við Liverpool.“

 

„Það er ennþá möguleiki á því að Nabil fari til Liverpool, kannski mun hann gera það, eða til annað félags, en ef hann verður áfram hjá Lyon þá mun það vera frábært fyrir hann og fyrir okkur.“

 


Tengdar fréttir

Fekir fer ekki til Liverpool

Nabil Fekir mun ekki ganga í raðir Liverpool eins og allt leit út fyrir. Lyon gaf út tilkynningu fyrr í kvöld þar sem þeir sögðu að miðjumaðurinn verði áfram hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×