Erlent

Með forræðið þótt þeir hafi myrt mæðurnar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Feður dæmdir fyrir morð á mæðrum barna sinna stýra lífi barnanna úr fangelsi.
Feður dæmdir fyrir morð á mæðrum barna sinna stýra lífi barnanna úr fangelsi. Vísir/Getty
Allt frá árinu 2000 hafa feður 164 barna í Svíþjóð drepið mæður þeirra. Feðurnir eru með forræði yfir þriðjungi þessara barna, samkvæmt nýrri könnun sænska dagblaðsins Aftonbladet.

Feðurnir geta því haldið áfram að stýra lífi barnanna úr fangelsinu, samkvæmt frétt á vef blaðsins um málið. Þeir geta neitað barninu um að fá sálfræðihjálp, sækja um vegabréf, skipta um skóla eða byrja í fótbolta.

Könnun Aftonbladet náði til 46 barna á aldrinum 8 til 17 ára. Margir feðranna sem drepið höfðu mæður barnanna kröfðust þess að fá að umgangast börnin þótt þau vildu það ekki.

Aftonbladet segir sérfræðinga krefjast lagabreytinga. Feðurnir eigi ekki að stýra lífi barnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×