Fótbolti

Þurfti að byrja á því að biðja fyrirliðann afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta í gær eins og allir vita en hann tók ákvörðun um framtíð sína fyrir nokkrum dögum síðan.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var einn af fáum sem fékk að vita um áform Heimis þar sem að Guðni beið eftir svari frá Eyjamanninum. KSÍ vildi ekkert meira en að halda Heimi sem hefur náð ævintýralegum árangri með liðið.

Heimir vildi halda ákvörðun sinni eins leyndri og hægt var sem þýddi að ekki einu sinni leikmenn liðsins vissu hvað var í vændum þegar að KSÍ sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan tíu í gærmorgun.

„Við reyndum að hafa þetta eins mikið leyndarmál og hægt var. Ég verð líklega að byrja á því að hringja núna í fyrirliðann og biðja hann sérstaklega afsökunar á að hafa ekki látið hann vita,“ sagði Heimir við Vísi.

Við höfum átt gott samstarf og látið hvorn annan vita hvað er að gerast. Það skipti miklu máli að hafa þetta þannig að það myndi ekki fréttast og þess vegna vissu þetta mjög fáir,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

Aron virkaði þó ekkert fúll heldur bara þakklátur þegar að hann, eins og fleiri af strákunum okkar, þakkaði Heimi fyrir samstarfið með færslu á Instagram.

„Það hefur verið algjörlega frábært að vinna með þér. Gangi þér allt í haginn í framtíðinni,“ skrifaði Aron Einar sem hefur verið fyrirliði frá fyrsta leik Heimis með íslenska liðið.


Tengdar fréttir

Þreyta og þörf á nýrri áskorun

Heimir Hallgrímsson segir að eiginlegar samningaviðræður hafi í raun ekki farið fram við KSÍ. Ákvörðun hans hafi ekki tengst launum heldur hafi hann ekki viljað binda sig til langs tíma á þessum tímapunkti.

Strákarnir senda Heimi kveðjur

KSÍ tilkynnti í dag að Heimir Hallgrímsson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Heimir hefur stýrt liðinu í gegnum bestu ár íslenskrar fótboltasögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×