Lífið

Faðir Meghan Markle „bálreiður“ vegna ummæla um meinta áfengissýki

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. Hann hefur verið duglegur að tjá sig um einkalíf dóttur sinnar eftir að hún trúlofaðist Bretaprinsinum.
Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. Hann hefur verið duglegur að tjá sig um einkalíf dóttur sinnar eftir að hún trúlofaðist Bretaprinsinum. Skjáskot/ITV
Thomas Markle, faðir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, er sagður „bálreiður“ vegna ummæla sjónvarpskonunnar Sharon Osbourne um meinta áfengissýki hans.

Osbourne er einn stjórnenda umræðuþáttarins The Talk sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni CBS. Í þættinum á mánudagskvöld sagði hún það „augljóst“ að Thomas ætti við alvarlegan áfengisvanda að stríða og ráðlagði honum að gera eitthvað í sínum málum.



Sharon Osbourne.Vísir/getty
Sjá einnig: Segir Markle bera ábyrgð á dauða föður þeirra

Þá sagði hún það einnig augljóst að Thomas hefði ekki verið náinn dóttur sinni í langan tíma og að Meghan hlyti að dauðskammast sín fyrir öll viðtölin sem hann hefur veitt fjölmiðlum um einkalíf hennar.

The Daily Mail greinir frá því að Thomas sé „bálreiður“ út í Osbourne vegna ummælanna. Thomas þvertekur auk þess fyrir að drekka of mikið og er haft eftir vinum hans að hann fái sér aðeins „vínglas með matnum“ endrum og sinnum.

Fjölskylda Meghan hefur verið henni mikill fjötur um fót síðan hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Faðir hennar hefur ítrekað rætt einkalíf hennar við fjölmiðla og þá var greint frá því í gær að hálfsystir Meghan, Samantha Markle, segði systur sína ábyrga fyrir dauða föður þeirra, ef til hans kæmi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×