Enski boltinn

Drogba um Lukaku: „Krakki sem ég elska“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku verður í eldlínunni með Belgum gegn Japan í dag.
Lukaku verður í eldlínunni með Belgum gegn Japan í dag. vísir/getty
Didier Drogba, einn sparkspekinga BBC á HM í Rússlandi og fyrrum leikmaður Chelsea, segir að hann sé afar stoltur af Romelu Lukaku, framherja Belga.

Lukaku og Drogba hafa fylgst að lengi og voru samherjar hjá Chelsea á sínum tíma áður en Lukaku hvarf á braut.

„Þegar ég lít á það sem Lukaku er að gera á HM, þá er ég svo ánægður. Hann er persóna sem ég á sérstakt samband við. Ég hef þekkt hann í sjö ár, frá því að hann kom til Chelsea og við erum mjög nánir,” skrifaði Drogba á vef BBC.

„Hann er meira en góður vinur minn, hann er krakki sem ég elska og hann er eins og litli bróðir minn sem ég hef alltaf reynt að hjálpa. Ég veit að hlutirnir hafa ekki verið auðveldir fyrir hann en hann er að gera svo vel í Rússlandi.”

Lukaku spilaði allan leikinn fyrir Belga sem slógu Japan út í 16-liða úrslitum HM í Rússlandi í kvöld. Framherjinn öflugi fékk nóg af færum en náði ekki að setja mark í leiknum.

„Auðvitað eru Belgarnir að búa til fullt af færum fyrir hann - með leikmenn eins og Hazard, de Bruyne og Dries Mertens og sem framherji veistu að þeir munu matreiða fyrir þig en restin snýst um hann.”

Alla grein Drogba um Lukaku má lesa á vef BBC en þar talar um hann Lukaku frá því að þeir töluðu fyrst saman í gegnum síma er Lukaku lék með Anderlecht og Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×