Enski boltinn

Carragher snýr aftur á Sky eftir hrákuskandalinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jamie Carragher
Jamie Carragher Vísir
Jamie Carragher mun snúa aftur á sjónvarpsskjá Englendinga þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst næsta haust þar sem hann mun halda áfram að starfa sem knattspyrnusérfræðingur fyrir SkySports.

Carragher var settur í tímabundið leyfi eftir að hafa hrækt á fjórtán ára stúlku á hraðbraut í Englandi en atvikið náðist á myndband sem fór á flug á internetinu. Atvikið átti sér stað í kjölfar taps Liverpool gegn Man Utd.

Hann verður þó enn á skilorði hjá Sky ef svo má segja en hann er sagður hafa sýnt iðrun sem gerir það að verkum að hann fær að snúa aftur.

Carragher baðst afsökunar á hegðun sinni mjög fljótlega eftir atvikið og viðurkenndi að hafa misst stjórn á skapi sínu.

Gary Neville verður við hlið Carragher í settinu en samstarf þessarra tveggja fyrrum erkifjenda hefur vakið mikla lukku meðal sjónvarpsáhorfenda í Englandi.


Tengdar fréttir

Carragher: Látið pabbann í friði

Maðurinn sem myndaði Jamie Carragher að hrækja á dóttur hans hefur fengið líflátshótanir. Carragher hefur nú blandað sér í málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×