Enski boltinn

United fær markvörð frá Stoke

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grant er nýjasti leikmaður United
Grant er nýjasti leikmaður United mynd/manchester united
Manchester United hefur fest kaup á hinum 35 ára Lee Grant frá Stoke. Grant er markvörður og mun verða þriðji markvörður United.

Kaupverðið er talið vera 1,5 milljónir punda og Grant skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Grant verður að öllum líkindum þriðji í goggunarröðinni hjá United, á eftir David de Gea og Sergio Romero. Joel Pereira, þriðji markvörður United á síðasta tímabili, verður líklega sendur á lán.

Grant eyddi tveimur árum í Stoke, hann kom þangað 2016 frá Derby County þegar Jack Butland meiddist og lék hann 30 leiki fyrir Stoke tímabilið 2016-17. Grant lék hins vegar aðeins þrjá leiki í úrvalsdeildinni síðasta vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×