Viðskipti innlent

Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar hf.
Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar hf.
Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn en fjallað var um niðurstöðu Póst-og fjarskiptastofnunar á Vísi fyrr í dag. Þar kom fram að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið lög með fyrrnefndum hætti og hefur Síminn verið sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins.

Í tilkynningu Sýnar segir að fyrirtækið fagni þessar niðurstöðu Póst-og fjarskiptastofnunar. Segir að niðurstaðan sé að mati Sýnar fyrst og fremst sigur neytenda „þar sem PFS tekur skýrt fram að Símanum beri að gæta jafnræðis gagnvart öðrum dreifileiðum sjónvarps.

Ákvörðunin bendir einnig sterklega til þess að Síminn hafi með athæfinu minotað markaðsráðandi stöðu sína og þar með jafnframt brotið samkeppnislög. Telur Sýn óhjákvæmilegt að kanna réttarstöðu sína m.t.t. þessa, sem og mögulegra skaðabóta,“ segir í tilkynningu Sýnar.

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×