Viðskipti innlent

Erlendur sjóður keypti fyrir 930 milljónir í Marel

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Erlendir fjárfestar sýna Marel áhuga.
Erlendir fjárfestar sýna Marel áhuga. Vísir/epa
Erlendur fjárfestingarsjóður keypti í liðinni viku hátt í 0,4 prósenta eignarhlut í Marel fyrir ríflega 930 milljónir króna. Hlutur sjóðsins er skráður á safnreikning Landsbankans.

Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn fjárfestingarsjóðsins en samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða fyrstu fjárfestingu sjóðsins í Marel.

Sjóðurinn keypti ríflega 2,4 milljónir hluta í félaginu en miðað við núverandi gengi hlutabréfa þess er eignarhluturinn metinn á 925 milljónir króna.

Eignarhlutur sjóðsins skilar honum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Í þeim hópi eru tveir erlendir fjárfestar, annars vegar sjóður í stýringu dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group með 1,16 prósenta hlut og hins vegar sjóður á vegum annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, MSD Partners, með 3,34 prósent. Er síðarnefndi sjóðurinn sjöundi stærsti hluthafi Marels.

Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um 20 prósent á árinu.




Tengdar fréttir

Telja Marel of stórt fyrir Ísland

Marel er orðið "of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×