Viðskipti innlent

Katrín Olga í stjórn Travelade

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Katrín Olga Jóhannesdóttir. Mynd/Travelade

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hefur verið kjörin í stjórn sprotafyrirtækisins Travelade. Í stjórn félagsins sitja einnig stofendur fyrirtækisins, Andri Heiðar Kristinsson og Hlöðver Þór Árnason, auk Heklu Arnardóttur frá Crowberry og Hjálmari Gíslasyni frá Investa.

Í tilkynningu kemur fram að félagið hafi síðastliðinn vetur lokið við 160 milljóna króna fjármögnun sem leidd var af Crowberry Capital.

„Katrín Olga Jóhannesdóttir er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Advania og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga sat áður í stjórn Icelandic Group, í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja. Hún starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Katrín Olga er BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Háskólanum í Óðinsvéum,“ segir í tilkynningunni.

Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.