Innlent

Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekki sér fyrir endann á kjarabaráttu ljósmæðra.
Ekki sér fyrir endann á kjarabaráttu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm
Kjarabarátta hefur staðið allt of lengi að mati læknaráðs Landspítalans sem lýsir miklum áhyggjum af ástandi á fæðingardeild spítalans vegna uppsagna ljósmæðra og kjaradeilu þeirra við ríkið í ályktun sem það sendi frá sér í dag.

Í ályktuninni segir að ljósmæður vinni mikilvægt starf við umönnun kvenna á meðgöngu. Á Íslandi hafi náðst mjög góður árangur í fæðingaþjónustu þegar skoðaðar eru tölur um burðarmálsdauða og mæðradauða. Samstarf ljósmæðra og lækna í umönnun kvenna á meðgöngu sé þar lykilatriði.

„Heilbrigðiskerfið virkar sem keðja og ef einn hlekkur hennar er ekki til staðar þá rofnar þjónustan og hætta er á að ekki takist að halda í þann góða árangur sem við höfum náð í fæðingaþjónustu á Íslandi,“ segir ráðið.

Hvetur læknaráðið báða samningsaðila í kjaradeilunni til að semja sem allra fyrst.

„Kjarabarátta ljósmæðra hefur nú þegar staðið allt of lengi. Öryggi sjúklinga skal ávallt hafa í forgrunni,“ segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir

Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun

Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar.

Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH

Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×