Erlent

Brúður og brúðgumi slógust í brúðkaupsveislunni

Atli Ísleifsson skrifar
Brúðkaupsveislan þróasðist líklega á annan veg en parið hafið fyrirfram hugsað sér.
Brúðkaupsveislan þróasðist líklega á annan veg en parið hafið fyrirfram hugsað sér. Vísir/Getty
Lögregla í Smálöndum í Svíþjóð var kölluð út á laugardagskvöldið þegar tilkynnt var að nýgift hjón hafi slegist í sjálfri brúðkaupsveislunni. Brúðurin og brúðguminn eru nú bæði grunuð um líkamsárás, að því er fram kemur í frétt Aftonbladet.

Kim Hild, talsmaður lögreglu, segir ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort annar aðilinn beri meiri sök en hinn.

Tilkynning um áflog barst inn á borð lögreglu um klukkan 23 og þegar á staðinn var komið var ljóst að ósætti hafi komið upp hjá brúðhjónunum. „Við mættum á staðinn vegna tilkynningar um slagsmál. Maður hringir inn og og segir að til slagsmála hafi komið og að það sé fjölmennt. Á staðnum fengum við það staðfest að það voru brúðurin og brúðguminn sem slógust,“ segir Hild.

Lögregla segir enn ekki ljóst hvað olli því að slagsmálin brutust út, en að brúðurin og brúðguminn hafi nú bæði tilkynnt hvort annað til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×