Erlent

24 fórust í lestarslysi í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls fóru sex vagnar af sporinu.
Alls fóru sex vagnar af sporinu. Vísir/Epa
24 manns hið minnsta eru látnir eftir að lest fór út af sporinu í norðvestanverðu Tyrklandi í morgun. Þetta staðfestir aðstoðarforsætisráðherra landsins, Recep Akdag.

Lestin var á leiðinni til Istanbúl frá bænum Kapikule við búlgörsku landamærin. Ríkisfjölmiðillinn TRT Haber segir að alls hafi sex vagnar farið af sporinu og voru um 360 farþegar um borð.

Í frétt BBC kemur fram að ekki sé nákvæmlega vitað hvað orsakaði slysið þó að talsmenn yfirvalda segi líklegt að slæmt veður og aurskriða hafi eitthvað haft um það að segja. CNN Turk greinir hins vegar frá því að brú hafi hrunið og að það skýri slysið.

Slysið varð í héraðinu Tekirdag og segir héraðsstjórinn Mehmet Ceylan að fjöldi slasaðra hafi verið fluttur á brott í þyrlu og á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×