Erlent

Tveggja ára bandarískur drengur lést af völdum voðaskots

Atli Ísleifsson skrifar
Hleypt var úr byssunni skömmu eftir hádegi síðastliðinn laugardag. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hleypt var úr byssunni skömmu eftir hádegi síðastliðinn laugardag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Tveggja ára drengur er látinn eftir að hafa skotið sjálfan sig í höfuðið á heimili sínu í Fresno í Kaliforníu um helgina. Frá þessu greinir Fresno Bee.

Haft er eftir talsmanni yfirvalda að drengurinn hafi andað þegar hann var fluttur á sjúkrahús en ekki hafi tekist að bjarga lífi hans.

Hleypt var úr byssunni skömmu eftir hádegi síðastliðinn laugardag og hafi drengurinn verið úrskurðaður látinn um klukkan 18 sama dag.

Unnusta föður drengsins og vinur voru á heimilinu ásamt drengnum þegar slysið varð.

ABC13.com segir frá því að drengurinn hafi skotið sjálfan sig í einu svefnherbergja hússins. Ekki sé ljóst hver hafi átt byssuna - faðir drengsins eða einn gestanna á heimilinu. Bandaríkjamönnum er skylt að geyma skotvopn í læstum skápum þannig að börn nái ekki til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×