Viðskipti innlent

Þorsteinn ráðinn framkvæmdastjóri Allianz

Hörður Ægisson skrifar
Þorsteinn Egilsson
Þorsteinn Egilsson

Þorsteinn Egilsson, svæðisstjóri Icelandair fyrir Norður-Ameríku, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tekur hann við starfinu af Eyjólfi Lárussyni en tilkynnt var fyrr á árinu að hann myndi láta af stjórn hjá félaginu á vormánuðum.

Þorsteinn, sem er véla- og iðnverkfræðingur að mennt, hefur gegnt starfi svæðisstjóra Ice­landair fyrir Norður-Ameríku frá árinu 2008 en þar áður var hann forstöðumaður leiðarkerfisstjórnunar flugfélagsins.

Allianz hóf starfsemi á Íslandi árið 1994 og býður upp á lífeyristryggingar auk líf- og sjúkdómatrygginga. Félagið er að fullu í eigu Hrings, dótturfélags Íslandsbanka, og á árinu 2016 nam hagnaður þess eftir skatta rúmlega 480 milljónum króna. Tekjur Allianz á Íslandi voru um 1.200 milljónir og voru nánast óbreyttar frá árinu 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.