Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:30 "Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink Þetta var illa ígrunduð ákvörðun, hún var illa undirbúin og það var ekki búið að afla henni fylgis. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um framferði Bandaríkjastjórnar sem hefur síðustu vikur skilið að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra. Silja segir að svo virðist sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að skrifa undir forsetatilskipunina án þess að gera félögum sínum í Repúblikanaflokknum viðvart. Í tilskipuninni felst að hætt verði að aðskilja fjölskyldur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eins og verið hefur síðustu vikur. „Talsmenn Trumps voru úti um allar koppagrundir að verja þessa stefnu og framfylgd hennar og á meðan er Trump að snúa stefnunni við í Hvíta húsinu. Þetta er svo óreiðukennt að maður veit ekki hvar maður á að grípa niður,“ segir Silja sem bætir við að undirritunin sé enn einn liðurinn í leikhúsi fáránleikans því mikið af gagnrýni Trumps á Barack Obama, forvera hans í starfi, hafi gengið út á að hann hefði alltaf verið að taka ákvarðanir með forsetatilskipunum. „Hann gerir það nánast á hverjum degi, liggur við.“Fleiri en tvö þúsund börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðast liðnar vikur og óvíst er hvort þau finni aftur foreldra sína.vísir/apEkki stefna heldur mannréttindabrot Silja segir að það sé í raun erfitt að kalla þetta stefnu því í raun séu þetta mannréttindabrot. Það sé ekki víst að hægt verði að koma fjölskyldunum saman á ný. „Það er enginn hægur vegur að koma þessum 2300 börnum aftur til sinna foreldra vegna þess að framkvæmdin hefur verið svo óreiðukennd. Það er ekkert víst að yngstu börnin þekki foreldra sína aftur – þó þetta sé stuttur tími fyrir fullorðna manneskju.“ Þetta sé grimmúðleg stefna og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum hennar.Fjárhagslegir hagsmunir í húfi Eftir að málið komst í hámæli spurði Silja sig hvaða fjárhagslegu hagsmunir liggi að baki stefnunni. Silja segir að fyrirtæki, sem eru verktakar hjá hernum, hafi að undanförnu auglýst eftir starfsfólki vegna þess að þau reikna með uppgripum í byggingu og rekstri einangrunarrýma fyrir börn. „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið sem eru á bak við þetta“.Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.Vísir/APLeið til að kynda undir ótta hjá þjóðernissinnum Silja vekur athygli á því að það styttist í kosningar, sem eru í nóvember, og sá litli stuðningur sem þó var fyrir aðskilnaði barna og foreldra hafi verið mestur hjá hvítum karlmönnum sem ekki hafi háskólamenntun og að þangað hafi Trump sótt fylgi sitt. „Þetta er leið til þess að keyra upp ótta hjá þjóðernissinnum til þess að virkja kjósendur til fylgis við sig í grófustu útfærslunni.“Engin mynstur önnur en óreiða Fræðasamfélagið hefur haft mikið verk á sínum höndum því fræðimenn þurfa að greina atburði síðastliðinna vikna. Silja segir að sem fræðimaður leiti hún alltaf í mynstur, til að mynda hafi hún geta greint ákveðin mynstur og skýra stefnu hjá George W. Bush sem hafi haft ákveðna kjölfestu sem menn gátu þá verið annað hvort fylgjandi eða mótfallnir. Það sama sé ekki uppi á teningnum með Trump því það séu engin önnur mynstur en óreiða. „Stjórnmálastíllinn er óreiða. Mynstrið er óreiða. Kannski er einhver hugsun þarna einhvers staðar á bakvið en maður getur hvorki spáð fyrir um hvernig og hvenær þegar kemur að Trump,“ segir Silja sem heldur áfram: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ Einu merkin sem eru alveg skýr að mati Silju er þjóðernisrembingur. „Það er verið að kynda undir þjóðernishyggju og það eru forsendur til að vekja fasískar tilhneigingar og að vinna á þeim grundvelli.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta var illa ígrunduð ákvörðun, hún var illa undirbúin og það var ekki búið að afla henni fylgis. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um framferði Bandaríkjastjórnar sem hefur síðustu vikur skilið að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra. Silja segir að svo virðist sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að skrifa undir forsetatilskipunina án þess að gera félögum sínum í Repúblikanaflokknum viðvart. Í tilskipuninni felst að hætt verði að aðskilja fjölskyldur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eins og verið hefur síðustu vikur. „Talsmenn Trumps voru úti um allar koppagrundir að verja þessa stefnu og framfylgd hennar og á meðan er Trump að snúa stefnunni við í Hvíta húsinu. Þetta er svo óreiðukennt að maður veit ekki hvar maður á að grípa niður,“ segir Silja sem bætir við að undirritunin sé enn einn liðurinn í leikhúsi fáránleikans því mikið af gagnrýni Trumps á Barack Obama, forvera hans í starfi, hafi gengið út á að hann hefði alltaf verið að taka ákvarðanir með forsetatilskipunum. „Hann gerir það nánast á hverjum degi, liggur við.“Fleiri en tvö þúsund börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðast liðnar vikur og óvíst er hvort þau finni aftur foreldra sína.vísir/apEkki stefna heldur mannréttindabrot Silja segir að það sé í raun erfitt að kalla þetta stefnu því í raun séu þetta mannréttindabrot. Það sé ekki víst að hægt verði að koma fjölskyldunum saman á ný. „Það er enginn hægur vegur að koma þessum 2300 börnum aftur til sinna foreldra vegna þess að framkvæmdin hefur verið svo óreiðukennd. Það er ekkert víst að yngstu börnin þekki foreldra sína aftur – þó þetta sé stuttur tími fyrir fullorðna manneskju.“ Þetta sé grimmúðleg stefna og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum hennar.Fjárhagslegir hagsmunir í húfi Eftir að málið komst í hámæli spurði Silja sig hvaða fjárhagslegu hagsmunir liggi að baki stefnunni. Silja segir að fyrirtæki, sem eru verktakar hjá hernum, hafi að undanförnu auglýst eftir starfsfólki vegna þess að þau reikna með uppgripum í byggingu og rekstri einangrunarrýma fyrir börn. „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið sem eru á bak við þetta“.Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.Vísir/APLeið til að kynda undir ótta hjá þjóðernissinnum Silja vekur athygli á því að það styttist í kosningar, sem eru í nóvember, og sá litli stuðningur sem þó var fyrir aðskilnaði barna og foreldra hafi verið mestur hjá hvítum karlmönnum sem ekki hafi háskólamenntun og að þangað hafi Trump sótt fylgi sitt. „Þetta er leið til þess að keyra upp ótta hjá þjóðernissinnum til þess að virkja kjósendur til fylgis við sig í grófustu útfærslunni.“Engin mynstur önnur en óreiða Fræðasamfélagið hefur haft mikið verk á sínum höndum því fræðimenn þurfa að greina atburði síðastliðinna vikna. Silja segir að sem fræðimaður leiti hún alltaf í mynstur, til að mynda hafi hún geta greint ákveðin mynstur og skýra stefnu hjá George W. Bush sem hafi haft ákveðna kjölfestu sem menn gátu þá verið annað hvort fylgjandi eða mótfallnir. Það sama sé ekki uppi á teningnum með Trump því það séu engin önnur mynstur en óreiða. „Stjórnmálastíllinn er óreiða. Mynstrið er óreiða. Kannski er einhver hugsun þarna einhvers staðar á bakvið en maður getur hvorki spáð fyrir um hvernig og hvenær þegar kemur að Trump,“ segir Silja sem heldur áfram: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ Einu merkin sem eru alveg skýr að mati Silju er þjóðernisrembingur. „Það er verið að kynda undir þjóðernishyggju og það eru forsendur til að vekja fasískar tilhneigingar og að vinna á þeim grundvelli.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33