Netflix rekur samskiptastjóra og bannar starfsfólki að segja „nigger“ óháð samhengi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 21:30 Reed Hastings segir að samhengi skipti engu máli þegar orðið er notað af hvítu fólki. Vísir/Getty Netflix hefur rekið Jonathan Friedland, yfirmann samskiptasviðs fyrirtækisins, fyrir að nota orðið „nigger“ við tvö mismunandi tækifæri. Reed Hastings, stofnandi of forstjóri Netflix, biðst afsökunar á því að hafa ekki brugðist við fyrr. Friedland hafði unnið fyrir Netflix í sjö ár en fyrra tilvikið átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum. Þá var hann á fundi með öðrum stjórnendum og talið barst að móðgandi orðum í uppistandi sem Netflix streymir. Friedland notaði orðið svo aftur við annað tækifæri fyrir nokkrum dögum þegar tveir þeldökkir kollegar hans voru að spyrja hann út í fyrra tilvikið. Hann endurtók því orðið eftir að hann var beðinn að lýsa því sem gerðist í fyrra skiptið. Í yfirlýsingu frá Netflix segir Hastings að aðdragandinn skipti ekki máli. Sem stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins beri hann sjálfur ábyrgð á þeirri menningu sem þar þrífist. Hann sé sjálfur í mikilli forréttindastöðu og hafi því átt auðvelt með að réttlæta og gera lítið úr ummælunum áður en hann áttaði sig á alvarleika þeirra. Segir Hastings hafa gert sér ljóst að samhengið skipti engu máli, hvítt fólk megi aldrei nota orðið „nigger“ undir neinum kringumstæðum, meira að segja þó að það standi í handriti eða lagatexta sem það á að fara með. Í staðinn eigi hvítt fólk að halda sig við að tala um „N-orðið“ og það gildi nú sem regla fyrir alla starfsmenn Netflix. Sjálfur birti Friedland eina setningu á Twitter, sem hann eyddi síðan út. Þar stóð: „Ég reis hratt og féll hratt. Allt út af tveimur orðum.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. 21. maí 2018 17:46 Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Netflix hefur rekið Jonathan Friedland, yfirmann samskiptasviðs fyrirtækisins, fyrir að nota orðið „nigger“ við tvö mismunandi tækifæri. Reed Hastings, stofnandi of forstjóri Netflix, biðst afsökunar á því að hafa ekki brugðist við fyrr. Friedland hafði unnið fyrir Netflix í sjö ár en fyrra tilvikið átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum. Þá var hann á fundi með öðrum stjórnendum og talið barst að móðgandi orðum í uppistandi sem Netflix streymir. Friedland notaði orðið svo aftur við annað tækifæri fyrir nokkrum dögum þegar tveir þeldökkir kollegar hans voru að spyrja hann út í fyrra tilvikið. Hann endurtók því orðið eftir að hann var beðinn að lýsa því sem gerðist í fyrra skiptið. Í yfirlýsingu frá Netflix segir Hastings að aðdragandinn skipti ekki máli. Sem stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins beri hann sjálfur ábyrgð á þeirri menningu sem þar þrífist. Hann sé sjálfur í mikilli forréttindastöðu og hafi því átt auðvelt með að réttlæta og gera lítið úr ummælunum áður en hann áttaði sig á alvarleika þeirra. Segir Hastings hafa gert sér ljóst að samhengið skipti engu máli, hvítt fólk megi aldrei nota orðið „nigger“ undir neinum kringumstæðum, meira að segja þó að það standi í handriti eða lagatexta sem það á að fara með. Í staðinn eigi hvítt fólk að halda sig við að tala um „N-orðið“ og það gildi nú sem regla fyrir alla starfsmenn Netflix. Sjálfur birti Friedland eina setningu á Twitter, sem hann eyddi síðan út. Þar stóð: „Ég reis hratt og féll hratt. Allt út af tveimur orðum.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. 21. maí 2018 17:46 Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. 21. maí 2018 17:46
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05
Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14