Erlent

Enn ekkert spurst til fótboltastrákanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ættingjar drengjanna bíða milli vonar og ótta við hellismunann.
Ættingjar drengjanna bíða milli vonar og ótta við hellismunann. Vísir/AFP
Tólf unglingar ásamt fótboltaþjálfara sínum sitja enn fastir í helli í Tælandi. Mikil úrkoma á svæðinu gerir björgunarfólki erfitt um vik en fótboltastrákarnir, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, hafa verið fastir í hellinum í fjóra daga.

Björgunarmenn á vegum Bandaríkjahers mættu á vettvang seint í gærkvöldi en hafa enn ekki komist inn í hellinn frekar en tælenskar björgunarsveitir. Þá hefur björgunaraðgerðum verið frestað tímabundið vegna erfiðra aðstæðna sem skapast hafa vegna gríðarmikillar úrkomu og flóða.

Samkvæmt frétt bandarísku fréttastofunnar CNN leita gönguhópar nú að fleiri inngönguleiðum inn í hellana.

Ekkert hefur heyrst í drengjunum og þjálfara þeirra síðan á laugardag og ekki er vitað hvort þeir séu á lífi. Á þriðjudag fundu kafarar þó nýleg fótspor inni í hellunum sem gæti bent til þess að drengirnir og þjálfarinn séu heilir á húfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×