Fótbolti

Sumarmessan: „Bakvarðarstaðan vandræði í íslenskum fótbolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðurinn Dynamo þras hefur vakið skemmtilega lukku í Sumarmessunni sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 Sports yfir HM í Rússlandi. Í liðnum eru ræddir hinir ýmsu hlutir.

Fyrsta umræðuefnið var hvort að Heimir Hallgrímsson myndi hætta. Reynir Leósson og Jóhannes Karl Guðjónsson fóru yfir stöðuna.

Næst var svo þrasað um hver yrði hægri bakvörður í Þjóðardeildinni sem hefst áttunda september en Birkir Már Sævarsson er kominn heim í Pepsi-deildina.

Reynir Leósson, sparkspekingur þáttarins, sagði að þó við værum með góða bakverði í landsliðinu í dag þá væru bakverðir vandræði í íslenskum fótbolta í dag því ekki vilji margir ungir leikmenn spila þessa stöðu.

Þriðja og síðasta þrasið var svo um Joachim Löw, þjálfara Þjóðverja, hvort að hann yrði áfram sem þjálfari Þjóðverja eftir hrakfarirnar í Rússlandi en Þjóðverjar duttu út í gær.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×