Lífið

Halla selur höllina fyrir Bandaríkjaflutninginn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Halla Tómasdóttir yfirgefur Kársnesið.
Halla Tómasdóttir yfirgefur Kársnesið. Vísir/Miklaborg
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, hefur sett hús sitt við Sunnubraut í Kópavogi á sölu. Greint var frá því um miðjan júnímánuð að Halla hafi verið ráðin forstjóri B Team, sem hefur aðsetur í New York. Því má ætla að salan á hinu rúmlega 200 fermetra einbýlishúsi við sjávarsíðuna tengist eitthvað fyrirhuguðum flutningi hennar til Bandaríkjanna.

Sjá einnig: Halla Tómasdóttir ráðin forstjóri B Team og flytur til New York

Á fasteignavef Vísis má kynna sér einbýlishúsið betur. Þar segir meðal annars að í því séu þrjú svefnherbergi, fjórar stofur og tvö baðherbergi. Við húsið er jafnframt bílskúr, 200 fermetra harðviðarpallur, heitur pottur og niðurgrafið trampólín. Húsið var tekið í gegn árið 2010 en innanhúsarkitektinn Hanna Stína sá um hönnun þess.

Frekari upplýsingar, sem og fleiri myndir af húsinu, má nálgast með því að smella hér.

Falleg útsýni úr eldhúsinu.Miklaborg
Rúmgóð og björt stofa.Miklaborg
Í húsinu eru 4 stofur.Miklaborg
Stórir gluggar tryggja bjartar stofur,Miklaborg
Nóg pláss fyrir matarboð.Miklaborg
Það eru mörg herbergi í vistarverum Höllu.Miklaborg
Þetta líka fína útsýni yfir sjóinn.Miklaborg

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×