Lífið

Leynidrykkur sem gerir barþjónum viðvart

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veitingastaðurinn vill tryggja stefnumótavænt umhverfi.
Veitingastaðurinn vill tryggja stefnumótavænt umhverfi. Vísir/getty
Veitingastaður á Flórdía býður upp á nýstárlega leið fyrir konur til að losna af lélegum, eða beinlínis hættulegum, stefnumótum. Portúgalski staðurinn The Iberian Rooster í St. Petersburg, við Tampaflóa, gerir konum kleift að panta leynilegt skot af áfengi og gefa þannig til kynna að þau vilji losna af stefnumóti sínu.

Á veggspjaldi sem komið hefur fyrir á kvennasalerninu, og sjá má hér að neðan, er hið svokallaða „Englaskot“ útskýrt. Í stuttu máli eiga konur sem vilja losna af ömurlegum stefnumótum að ná athygli barþjóns og panta eitt englaskot.

Til eru þrjár útgáfur af skotinu og leiðir hver þeirra til mismunandi viðbragða:

  • Sé pantað hreint skot mun barþjónninn fylgja konunni að bílnum sínum.
  • Ef beðið er um klaka í skotið mun barþjónninn hringja á bíl frá deilbílafyrirtækjunum Uber eða Lyft.
  • Sé hins vegar pantað englaskot með súraldin (lime) hringir barþjónninn umsvifalaust í lögregluna.


Í samtali við héraðsmiðilinn Tampa Bay segir eigandi staðarins, Russell Andrade, að markmið þeirra sé að búa til öruggan veitingastað þar sem fólk getur notið stefnumótanna sinna.

Veggspjaldið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×