Fótbolti

Spenntir rússneskir krakkar fengu áritanir hjá strákunum okkar

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Rússnesku krakkarnir voru æstir í okkar menn.
Rússnesku krakkarnir voru æstir í okkar menn. vísir/vilhelm
Krakkarnir í Kabardinka létu sig ekki vanta á opnu æfinguna hjá íslenska landsliðinu í fótbolta en full stúka og rúmlega það fylgdist með einu opnu æfingu strákanna okkar á HM.

Sjá einnig:HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka

Ungviðið var hvað spenntast og beið ólmt eftir því að æfingunni myndi ljúka svo að það gæti fengið eiginhandaráritanir hjá íslensku hetjunum sem gáfu sér smá tíma eftir leik.

Krakkarnir fengu ekki að koma niður að vellinum þannig að þeir þurftu að henda boltum, bolum og bókum úr stúkunni og niður til strákanna okkar til þess að fá varninginn áritaðan.

Okkar menn gerðu það með glöðu geði og vörpuðu svo öllu aftur upp í stúkuna til rússnesku krakkanna sem voru meira en ánægð með að sjá Gylfa Þór og íslensku strákana.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

Rúrik Gíslason áritar boli sem var kastað niður.vísri/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×