Fótbolti

Alfreð: Setti eitthvað heimsmet á EM

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Það var létt yfir Alfreð í gær.
Það var létt yfir Alfreð í gær. vísir/vilhelm

Alfreð Finnbogason er eini leikmaður landsliðsins sem hefur upplifað það að fara í leikbann á stórmóti. Hann lofar að halda sig á mottunni á HM.

Alfreð fékk tvö gul spjöld í tveimur leikjum á EM fyrir tveimur árum síðan og þurfti ekki margar mínútur í það.

„Gaman að byrja á þessum jákvæðu nótum," segir Alfreð brosandi og átti ekki alveg von á þessari byrjun í viðtali.

„Þetta var eitthvað heimsmet að ég var kominn í bann eftir að hafa spilað í 30 mínútur. Ég ætla að reyna að halda mér á vellinum í þetta skiptið og líka á mottunni. Það er fínt fyrsta markmið er maður keyrir inn í mót.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Tengdar fréttir

Gylfi: Við viljum allir að Aron spili

Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig síðan hann meiddist fyrir nákvæmlega þremur mánuðum síðan. Hann hefur getað æft af kappi og ekki þurft að hlífa sér síðustu daga. Honum leið líka vel fyrir æfingu í dag.

Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“

Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.