Innlent

Banaslys í Hestfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 15:53.
Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 15:53. Vísir

Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Slysið varð með þeim hætti að sendibifreið valt og voru lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarfólk sent þegar á vettvang.

Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi, en óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarleika slyssins. Annar aðilinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en hinn lést af völdum áverka, að því er fram kemur í tilkynningu.

Báðir aðilarnir eru íslenskir og hefur fjölskyldum þeirra verið tilkynnt um slysið.

Þá var veginum lokað meðan viðbragðsaðilar voru þar að störfum en búið er að opna fyrir umferð á ný. Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.