Erlent

Banna Oxfam að starfa á Haítí í kjölfar vændishneykslis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Myndin er tekin í Port au Prince, höfuðborg Haítí, nákvæmlega einu ári eftir að jarðskjálftinn reið yfir eyjuna.
Myndin er tekin í Port au Prince, höfuðborg Haítí, nákvæmlega einu ári eftir að jarðskjálftinn reið yfir eyjuna. Vísir/AFP

Ríkisstjórn Haítí hefur bannað bresku góðgerðarsamtökunum Oxfam að starfa í landinu og gildir bannið til frambúðar. Ákvörðunin er tekin eftir að vændishneyksli skók samtökin snemma á þessu ári.

Í svari Oxfam við banninu, sem áður hafði verið sett á tímabundið, kemur fram að samtökin sýni ákvörðuninni skilning. Þá viðurkenna samtökin að hegðun starfsmanna á vegum Oxfam í Haítí í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir eyjuna árið 2010 hafi verið með öllu óásættanleg.

Sjá einnig: Næst­ráðandi Oxfam hættir vegna vændisskan­dals

Greint var frá því í febrúar að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur.

Fjórir starfsmenn samtakanna voru reknir eftir að málið komst upp og þremur til viðbótar var gefinn kostur á að segja sjálfir upp störfum. Síðast í maí sagði svo stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, af sér vegna málsins.

Þá eru starfsmenn samtakanna einnig taldir hafa sýnt af sér sambærilega hegðun í Afríkuríkinu Chad.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.