Fótbolti

HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Allir hressir í hitanum í dag.
Allir hressir í hitanum í dag.

Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn.

Henry Birgir Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason fengu sér smá göngutúr með Birni Sigurðssyni tökumanni til þess að taka upp þáttinn. Hann var tekinn upp fyrir utan glæsilegt grískt hof sem er hluti af flottu safni hér í bæ.

Síðar í dag mun íslenski fjölmiðlahópurinn fljúga til Moskvu ásamt strákunum okkar. Þar mætir okkur aðeins svalara loftslag. Allir fljúga svo aftur til Kabardinka degi eftr leikinn gegn Argentínu.

Henry og Tumi spá aðeins í spilin fyrir næstu daga og fara í gegnum það sem hefur verið í gangi í þættinum sem má sjá hér að neðan.

Uppfært klukkan 9:30
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði kom ekki í viðtöl. Hann mun sitja fyrir svörum ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni á blaðamannafundi í Moskvu á morgun.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.