Viðskipti innlent

Icelandair-málið þingfest í júnílok

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi.
Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Vísir/Daníel
Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní.

Fréttablaðið hefur ekki fengið afrit af ákæru málsins þar sem hún hefur ekki verið birt sakborningunum. Einn ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair. Mennirnir þrír eru grunaðir um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar hans til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair.

Sjá einnig: Búið að gefa út ákæru í Icelandair-málinu

Samningarnir voru gerðir fáum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun. Í hópi þremenninganna er maður sem hlaut árið tvö þúsund og sex fimmtán mánaða fangelsi fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni.

Sami maður var eitt sinn rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters. Að auki er félagið Fastrek, sem áður hét VIP Travel, ákært í málinu en fyrrgreindur rekstrarstjóri var eigandi þess félags til ársins 2014. 

Greiðslur til forvera Shooters, VIP Club, fóru í gegnum félagið VIP Travel.


Tengdar fréttir

Búið að gefa út ákæru í Icelandair-málinu

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×