Erlent

McDonald's hættir að nota plaströr

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Út með plast - inn með pappa.
Út með plast - inn með pappa. PA
Skyndibitakeðjan McDonald's mun hætta notkun á plaströrum á Bretlandi og Írlandi frá og með september næstkomandi. Vonast er til að breytingin mun ná til fleiri landa á næstu mánuðum.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að ákvörðunin sé liður í endurbættri umhverfisstefnu fyrirtækisins. Stefnan kveður meðal annars á um að draga úr notkun á hvers kyns einnota plastílátum og áhöldum, sem brotna hægt og illa niður í náttúrunni.

McDonald's notar um 1,8 milljón plaströr á hverjum einasta degi í Bretlandi. Nú verður þeim hins vegar skipt út fyrir papparör sem auðveldara er að endurvinna.

Skyndibitakeðjan prófaði slík rör í nokkrum útibúum sínum í upphafi þessa árs. Það gaf svo góða raun að nú verður alfarið skipt yfir í papparör í öllum útibúum McDonald's á Bretlandseyjum.

Umhverfisráðherra Bretlands segir að ákvörðun McDonald's sé umfangsmikið framlag til verndar umhverfinu. Vonast hann til að önnur stórfyrirtæki fylgi í plaustlaus fótspor skyndibitarisans. Valin útibú McDonald's í Bandaríkjunum, Frakklandi og Noregi munu einnig skipta út plaströrum á næstu mánuðum.

Fyrr á þessu ári greindi Vísir frá því að íslensku skemmtistaðirnir Prikið og Húrra hefðu hætt notkun á plaströrum. Talið er að það hlíft umhverfinu frá 20 þúsund plaströrum á mánuði.

 


Tengdar fréttir

Sögðu skilið við plaströr um helgina

Um helgina var tilkynnt að á Prikinu, Húrra og Bravó væri ekki lengur hægt að fá drykkjarrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 1.500-2.000 plaströr endað í ruslinu á viku, bara á Prikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×