Erlent

Tuttugu særðir eftir skotárás tveggja manna á listahátíð í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona var umhorfs á hátíðinni skömmu fyrir skotárásina.
Svona var umhorfs á hátíðinni skömmu fyrir skotárásina. Vísir
Minnst tuttugu eru særðir, þar á meðal þrettán ára drengur, eftir að tveir byssumenn hófu skotárás á listahátíð í Trenton-borg í New Jersey í Bandaríkjunum. BBC greinir frá.

Um þúsund manns voru á hátíðinni þegar mennirnir hófu skothríðina um klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Lögreglumenn skutu annan árásarmanninn til bana en hinn er í haldi lögreglu,

Fjórir af þeim sem særðust, þar á meðal táningurinn, eru sagðir vera alvarlega særðir. Hátíðin er haldin árlega til stuðnings listamönnum á svæðinu. Hófst hún á föstudaginn og átti að standa yfir fram á sunnudagskvöld en skipuleggjendur hafa aflýst hátíðinni eftir skotárásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×