Erlent

Leitaraðgerðum hætt í Gvatemala

Sylvía Hall skrifar
Eva Ascon, íbúi á svæðinu, tók þátt í leitinni í von um að finna fjölskyldumeðlimi sem týndust í gosinu.
Eva Ascon, íbúi á svæðinu, tók þátt í leitinni í von um að finna fjölskyldumeðlimi sem týndust í gosinu. Vísir/AP
Að minnsta kosti 110 létust og 197 er enn saknað eftir mannskætt eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala fyrr í mánuðinum. Leitaraðgerðum hefur verið hætt og er svæðið flokkað sem hættusvæði. 

Eldgosið sem varð í byrjun mánaðar þurrkaði út nærliggjandi íbúðabyggðir og er möguleiki á að fleiri hafi látist í hörmungunum en opinberar tölur segja til um. Þetta er mannskæðasta eldgos í Gvatemala frá árinu 1912. 

Tólf neyðarskýlum hefur verið komið upp í borginni Escuintla þar sem tæplega 2800 manns dvelja eftir að hús þeirra grófust undir hraunið og yfir 770 manns hafa fundið skjól í neyðarskýlum á öðrum svæðum.


Tengdar fréttir

192 saknað í Gvatemala

Skelfing skapaðist við rætur eldfjallsins Fuego í Gvatemala í gærkvöld þegar ný brottflutningsskipun var gefin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×