Innlent

Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds

Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Freyja Haraldsdóttir í dómssal í dag.
Freyja Haraldsdóttir í dómssal í dag. Vísir/Vilhelm
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks. Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Taldi Freyja brotið á mannréttindum sínum.

Dómur var kveðinn upp klukkan eitt í héraðsdómi í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, sagði að lokinni dómsuppkvaðningu að niðurstaðan væri mikil vonbrigði.

„Nú förum við að kynna okkur á hvaða forsendum niðurstaðan byggir og taka ákvörðun um næstu skref. Við vonuðumst auðvitað eftir annarri niðurstöðu.“

Sigrún sagði ekki búið að taka ákvörðun um það hvort dómnum verði áfrýjað.

Freyja gaf ekki kost á viðtali í dag en hún var auðsjáanlega í nokkru uppnámi eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Þá var tiltölulega fjölmennt í héraðsdómi nú eftir hádegi þar sem vinir Freyju voru mættir til að styðja hana.

Fréttin hefur verið uppfærð.



 


Tengdar fréttir

Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikil­vægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×