Handbolti

Aron missti af bronsinu í lokaleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron á hliðarlínunni hjá Álaborg.
Aron á hliðarlínunni hjá Álaborg. vísir/getty
Aron Kristjánsson kvaddi Álaborg með tapi en liðið beið í lægri hlut gegn GOG í oddaleik um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn fór fram á heimavelli GOG þar sem Álaborg vann í fyrsta leik rimmunnar. GOG hafði betur í kvöld með 25 mörkum gegn 22 og fjórða sætið því niðurstaðan fyrir Álaborg.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk úr fjórum skotum í leiknum í kvöld en Arnór Atlason kom ekki við sögu.

Leikurinn var sá síðasti hjá Aroni Kristjánssyni, þjálfara liðsins, en hann snýr heim til Íslands í sumar og tekur við starfi íþróttastjóra hjá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×