Handbolti

Ásgeir og Guðmundur töpuðu í lokaumferðinni í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/EPA
Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í Nimes þurftu að sætta sig við tap gegn Ivry í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Ivry vann leikinn með þremur mörkum 29-26. Eftir jafna byrjun á leiknum voru heimamenn í Ivry yfir 18-16 í hálfleik og þeir héldur þeirri forystu allt til leiksloka.

Ásgeir Örn setti eitt mark úr einu skoti í leiknum.

Guðmundur Hólmar Helgason náði ekki á blað í leik Cesson-Rennes og Toulouse. Cesson-Rennes tapaði leiknum 28-32 eftir að hafa verið 13-14 undir í hálfleik.

Leikurinn var sá síðasti fyrir Cesson-Rennes hjá Guðmundi en hann færir sig yfir til austurríkis í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×