Enski boltinn

Klopp: Hættum að bera saman Salah við Ronaldo

Dagur Lárusson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að fólk verði að hætta að bera Mohamed Salah við Cristiano Ronaldo.

 

Mohamed Salah hefur, eins og flestir vita, farið mikinn í liði Liverpool í vetur, bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar og var valinn besti leikmaður tímabilsins. Jurgen Klopp segir að þrátt fyrir þetta tímabil hjá Salah þá sé hann ekki kominn á sama stað og Ronaldo, þar sem Ronaldo hefur átt fimmtán svona tímabil.

 

„Þeir eru báðir með rosalega hæfileika. En þetta snýst ekki um það að hafa betri einstaklinga, þetta snýst yfirleitt um það að spila betri fótbolta. Svo að það geti gerst, þá þarftu á öllum hinum leikmönnunum að halda.“

 

„Salah átti algjörlega frábært tímabil en hann á þó langt í land með að ná Ronaldo sem hefur átt fimmtán svona tímabil. Hann hefur skorað svo mikið af mörkum, það er algjör bilun.“

 

„Afhverju að bera þá saman? Þegar Pele var upp á sitt besta þá var enginn að bera hann saman við neinn annan.“

 

„Eins og er þá eru það Messi og Ronaldo sem eru bestir í heimi, þeir eru svo oft á réttum stað til að skora mörkin og það er mjög erfiður eiginleiki að öðlast. Þess vegna er þeir á þeim stað sem þeir eru.“

 

Mohamed Salah og Cristiano Ronaldo mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar næstakomandi laugardag eða þann 26. maí.

 


Tengdar fréttir

Messi verður markakóngur Evrópu

Mohamed Salah hefur safnað bikurum með frammistöðu sinni í vetur en hann fær ekki gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×