Fótbolti

Andstæðingarnir vilja lyfjabanni fyrirliða Perú lyft

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guerrero fagnar í landsleik.
Guerrero fagnar í landsleik. vísir/getty
Fyrirliðar ástralska, danska og franska landsliðsins hafa biðlað til FIFA að lyfta banni Paolo Guerrero, fyrirliða Perú, svo hann komist á HM í Rússlandi. Guerrero er að taka út 14 mánaða bann vegna falls á lyfjaprófi.

Liðin leika öll í sama riðli á HM í Rússlandi í sumar en þetta er í fyrsta skipti í 36 ár sem Perú kemst í lokakeppni HM.

Kókaín fannst í blóði Guerrero í október síðast liðinn og fékk hann fyrir það tólf mánaða bann. Alþjóðalyfjaeftirlitið áfrýjaði því banni og var það lengt í fjórtán mánuði. Guerrero innbyrti kókaínið óafvitandi, en það var í tei sem hann drakk.

Ástralinn Mile Jedinak, Daninn Simon Kjaer og Frakkinn Hugo Lloris skrifuðu undir skjal sem leikmannasamtökin FIFPro gerðu opinbert þar sem biðlað er til FIFA að sýna mildi og leyfa Guerrero að taka þátt í „stærstu stund ferils hans.“

Perú hefur leik á HM þann 16. júní, líkt og við Íslendingar. Þar mæta Suður-Ameríkumennirnir Dönum í fyrsta leik í Saransk.

Bréf fyrirliðanna þriggjamynd/fifpro

Tengdar fréttir

Fyrirliði Perú ekki með á HM

Perú verður án fyrirliða síns á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar eftir að hann var dæmdur til þess að sitja keppnisbann vegna lyfjamisnotkunnar.

Kókaínbann fyrirliða Perú stytt um helming

Fyrirliði landsliðs Perú, Paolo Guerrero, mun geta spilað með sínum mönnum á HM næsta sumar eftir að FIFA ákvað að stytta leikbann hans ansi hraustlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×