Erlent

Vara við eiturgufum frá hrauni sem lendir í sjó

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Miklir gufustrókar myndast þegar rauðglóandi hraunið kemst í snertingu við sjóinn.
Miklir gufustrókar myndast þegar rauðglóandi hraunið kemst í snertingu við sjóinn. Vísir/EPA
Stanslaust eldgos hefur verið í fjallinu Kilauea frá því 3. maí síðastliðinn og hraunstraumurinn teygt anga sína víða um austurhluta Stórueyju í Havaí eyjaklasanum.

Tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa svæðið og minnst 44 hús eru eyðilögð. Blessunarlega er ekkert mannsfall en maður særðist alvarlega á laugardag eftir að hafa fengið hraunmola í löppina.

Jarðfræðingar segja gosið vera að sækja í sig veðrið en hraun flæðir í meira magni upp úr sprungum, fer hraðar yfir og teygir sig lengra en áður.

Puna jarðvarmvirkjunin var þá rýmt í dag þar sem hraunstraumurinn teygir sig nær. Allir starfsmenn hafa yfirgefið verið og borholum hefur verið lokað.

Fimm kílómetrum austan við orkuverið má sjá mikið sjónarspil þegar hraunstraumurinn nær hafi. þetta er mikilfengleg sjón en getur reynst banvæn. Almannavarnir á eyjunni hafa varað almenning við að koma nærri sjónum þar sem gufan sem myndast í snertingu við rauðglóandi hraunið getur reynst banvæn við innöndun. Tveir létu lífið við að anda að sér gufunum á sama svæði árið 2000.




Tengdar fréttir

Vara við stærðarinnar sprengingum á Havaí

Jarðfræðingar á Havaí segja að áframhaldandi virkni í eldfjalli þar gæti leitt til þess að stærðarinnar sprenging verði í fjallinu og að hnullungum gæti ringt yfir stærstu eyju eyjaklasans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×