Viðskipti innlent

IKEA innkallar reiðhjól

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Beltadrif reiðhjólanna getur slitnað fyrirvaralaust.
Beltadrif reiðhjólanna getur slitnað fyrirvaralaust. IKEA
IKEA á Íslandi hefur ákveðið að innkalla hin svokölluðu SLADDA reiðhól. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það sé vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu.

Beltadrifið geti þannig slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls.

„IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Viðskiptavinir IKEA sem eiga SLADDA reiðhjól eru beðnir að hætta notkun þess og skila því í IKEA verslunina og fá að fullu endurgreitt. Fylgihlutir sem sérhannaðir eru til notkunar með SLADDA verða einnig endurgreiddir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×