Erlent

Hafnar því að Martin Luther King hefði stutt Trump

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Martin Luther King var ráðinn af dögum árið 1968 eftir áralanga baráttu fyrir mannréttindum þeldökkra Bandaríkjamanna
Martin Luther King var ráðinn af dögum árið 1968 eftir áralanga baráttu fyrir mannréttindum þeldökkra Bandaríkjamanna Vísir/Getty
Bernice King, dóttir mannréttindaleiðtogans Martins Luther King, segist forviða á ummælum fyrrverandi ráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta sem sagði að King myndi vera stoltur af afrekum Trumps ef hann væri á lífi í dag. Segir hún Steve Bannon leika hættulegan leik með því að reyna að nota nafn Kings sér og Trump til framdráttar.

Bannon lét ummælin falla í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sagðist hann í engum vafa um að Martin Luther King myndi verið stoltur af afrekum Trumps. Forsetinn hafi skapað fjölda nýrra starfa fyrir unga blökkumenn með því að berjast gegn ólöglegum innflytjendum sem hafi lagt skóla- og heilbrigðiskerfið í rúst.



Bernice King segir þessi ummæli með miklum ólíkindum þar sem faðir sinn hafi barist fyrir réttindum allra, líka innflytjenda frá rómönsku Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×