Erlent

Lestarslys á Ítalíu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lestinni hafði verið ekið frá Tórínó
Lestinni hafði verið ekið frá Tórínó RTE
Tveir eru látnir og hið minnsta 18 slasaðir eftir að lest ók á flutningabíl á norðanverðri Ítalíu í gær.

Á vef Reuters er flutningabílnum sagt hafa verið ekið yfir mót brautarteina og akvegar. Við það festist bíllinn á lestarteinum, á milli bæjanna Rodallo og Caluso.

Bíllinn er sagður hafa verið fulllestaður og því mjög þungur. Ökumenn beggja farartækjanna létust í árekstrinum.

Lestarslys hafa verið nokkuð tíð á Ítalíu á undanförnum árum. Þrír létust þegar lest fór út af sporinu í janúar síðastliðnum og 23 létu lífið í árekstri tveggja lesta á sunnanverðri Ítalíu árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×