Viðskipti innlent

Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, hringir bjöllunni í  Kauphöll Íslands.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, hringir bjöllunni í Kauphöll Íslands. Vísir/Sigtryggur
Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut.

196 milljóna króna velta var með hlutabréf í íbúðaleigufélaginu í gær. Fyrstu viðskipti dagsins voru á genginu 1,39 krónur á hlut en gengið fór hins vegar lækkandi eftir því sem leið á daginn.

Að loknum fyrsta viðskiptadegi er félagið Stálskip, í eigu hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur og Ágústs Sigurðssonar, stærsti hluthafi Heimavalla með um 8,6 prósenta hlut. Félögin Snæból, í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, og Gani, í eigu Tómasar Kristjánssonar, fara með 7,5 prósenta hlut hvort.

Þrír lífeyrissjóðir, Birta, Lífsverk og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, eru í hópi tuttugu stærstu hluthafa félagsins. 




Tengdar fréttir

Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu

Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag.

Útboð í Heimavöllum hefst í dag

Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×