Lífið

Ganga í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.
Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða. Vísir/Vilhelm
Í nótt fer fram viðburðurinn Úr myrkrinu í ljósið. Píeta Samtökin, í samvinnu við Landsnet, standa nú fyrir göngunni í þriðja sinn, en gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2016. 

Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.

Viðburðurinn hefst klukkan fjögur eftir miðnætti, aðfararnótt laugardagsins 12.maí. Gangan verður á þremur stöðum í ár; Reykjavík, Akureyri og Ísafirði og nánari upplýsingar má finna á Facebook. Genginn verður fimm kílómetera langur hringur, en þeir sem vilja geta farið styttri vegalengd.

Gengið er til styrktar Píeta samtökunum sem bjóða nú ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, með sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Allir sem greiða þátttökugjald fá bol auk þess að styrkja Pieta samtökin.


Tengdar fréttir

Margir íhugað sjálfsvíg

Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×