Enski boltinn

Sjáðu markið hjá Gross gegn United

Dagur Lárusson skrifar
Pascal Gross fagnar í gær.
Pascal Gross fagnar í gær. vísir/getty
Það var einn leikur sem fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var viðureign Brighton gegn Manchester United.

 

Liðsmenn Brighton voru staðráðnir í því að landa sigri frá fyrstu mínútu en þeir börðust eins og grenjandi ljón nánast allan leikin. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleiknum.

 

Það var Pascal Gross sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu en hann hefur reynst Brighton drjúgur í vetur. Markið hjá Gross var eina mark leiksins og því nældi Brighton sér í þrjú dýrmæt stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr þessum leik.

 

Brighton - Manchester United 1-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×