Enski boltinn

Klopp: Eigum tvo undanúrslita leiki eftir

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að leikur liðsins gegn Chelsea á morgun sé alveg jafn mikilvægur og undanúrslitaleikurinn gegn Roma í vikunni.

 

Liverpool tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni og mun þar mæta Real Madrid. Jurgen Klopp var þó eingöngu með hausinn við úrvalsdeildina á fréttamannafundi eftir leikinn.

 

„Ég hef sagt þetta oft og ég mun segja þetta oftar því ég mun ekki breyta skoðun minni sem er sú að við eigum tvo undanúrslita leiki eftir, en þeir eru báðir í deildinni.”

 

„Báðir þessir leikir eru gríðarlega mikivægir því við viljum tryggja okkur Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð, þó svo við séum komnir í úrslitin. Við munum eingöngu vera með hausinn við þessa tvo leiki næstu tvær vikurnar.”

 

„Eftir að þessir tveir leikir eru búnir höfum við svo tvær vikur til þess að undirbúa okkur fyrir úrslitin, en við getum ekki verið að hugsa um þau núna.”

 

„Allir þessir leikir eru jafn mikilvægir, engin munur á þeim,” sagði Jurgen Klopp.

 

Liverpool fer í heimsókn á Stamford Bridge á morgun þar sem liðið getur tryggt sér Meistaradeildarsæti með sigri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×