Enski boltinn

Mourinho: Hélt að þeir vildu sanna sig

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, stjóri United, var alls ekki sáttur með spilamennsku síns liðs gegn Brighton í gærkvöldi og gagnrýndi hann leikmenn sína fyrir að stíga ekki upp.

 

Á þessari leiktíð hefur Mourinho mikið verið spurður út í það t.d. afhverju Pogba hefur verið á bekknum og afhverju Martial og Rashford spili ekki meira og kom hann með skot á þá fréttamenn sem hafa verið að spurja hann út í það.

 

„Þetta var alls ekki góð spilamennska, og hún var ekki góð vegna þess að þeir leikmenn sem komu inní liðið til þess að leysa aðra af hólmi stóðu sig ekki vel. Þegar ákveðnir leikmenn standa sig ekki vel þá er erfitt fyrir liðið að standa sig vel.”

 

„Þannig nú skiljið þið kannski afhverju sumir leikmenn spila meira heldur en aðrir, og þið hættið þá að spurja mig afhverju A, B eða C spila ekki meira.”

 

Aðspurður út í það hvort hann finni fyrir vonbrigðum svaraði hann á kaldhæðinn hátt.

 

„Er ég vonsvikinn út í þá? Ég myndi ekki segja það, því ég þekki þá, en ég hélt að þeir myndu vilja sanna sig þegar þeir fengu tækifærið.”

 

„Þið spurjið mig alltaf að því afhverju ég vel alltaf Lukaku, nú vitið þið afhverju.”

 

 

„Við erum kannski ekki eins góðir og fólk heldur, en ég mun segja það áfram að ef við náum öðrum sætinu þá er það frábært”.

 

Manchester United mun að öllum líkindum enda í öðru sæti deildarinnar en Liverpool er fimm stigum frá þeim þegar tveir leikir eru eftir.

 


Tengdar fréttir

Sjáðu markið hjá Gross gegn United

Það var einn leikur sem fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var viðureign Brighton gegn Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×