Lífið

Fjallið efst eftir fyrsta dag Sterkasta manns heims

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hafþór er efstur.
Hafþór er efstur. Instagram/Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, er efstur eftur fyrsta dag úrslitakeppninnar í keppninni um titilinn Heimsins sterkasti maður. Keppni lýkur á morgun.

Keppnin fer fram í Manilla á Filippseyjum en greint er frá úrslitum dagsins í dag á vef Bleacher Report. Þar segir að Hafþór hafi skotið keppinautum sínum ref fyrir rass, ekki síst með góðri frammistöðu í axlalyftu enn varð efstur í þeirri grein eftir að hann lyfti 205 kílóum.

Hafþór er af mörgum talinn sigurstranglegastur í ár en ríkjandi meistari, Bretinn Eddie Hall, er ekki með að þessu sinni. Hafþór glímir þó við sterka keppinauta, þar á meðal Bandaríkjamanninn Bryan Shaw sem sigrað hefur keppnina í fjórgang, en hann er næstur á eftir Hafþór eftir aflraunir dagsins.

Hafþór hefur á undanförnum árum keppt um titilinn og iðulega verið mjög nálægt því að feta í fótspor Jón Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar og hreppa titillinn, en hann hefur í þrígang lent í öðru sæti, og í þrígang lent í þriðja sæti.

Lenti hann í öðru sæti í fyrra og sagðist hann þá hafa verið snuðaður um titilinn en Eddie Hall sigraðu naumlega í fyrra.


Tengdar fréttir

Brian Shaw sigraði Fjallið

Hafþór Júlíus var annar í keppninni um Sterkasta mann heims en aðeins munaði þremur stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×