Erlent

Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns

Kjartan Kjartansson skrifar
Pútín verður að óbreyttu forseti Rússlands til 2024.
Pútín verður að óbreyttu forseti Rússlands til 2024. Vísir/AP
Vladímír Pútín sór embættiseið sem forseti Rússlands í fjórða skiptið við formlega athöfn í Kreml í morgun. Við það tækifæri lofaði hann að beita sér fyrir efnahagslegum umbótum til þess að bæta lífskjör í landinu.

„Ný lífsgæði, velferð, öryggi og heilsa fólks, það er í fyrirrúmi í dag,“ sagði Pútín fyrir framan þúsundir gesta sem voru viðstaddir athöfnina.

Rússland hefur gengið í gegnum efnahagslægð, að hluta til vegna refsiaðgerða vestrænna þjóða. Aðgerðunum var beitt vegna innlimunar Rússa á Krímskaga í Úkraínu og afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.

Pútín var endurkjörinn til nýs sex ára kjörtímabils með 77% atkvæða í mars. Hann hefur verið við völd alla 21. öldina. Hann var fyrst kjörinn forseti árið 2000 eftir að hafa verið gerður forsætisráðherra árið áður.

Hann steig til hliðar árið 2008 vegna þess að rússneska stjórnarskráin kvað á um að forseti gæti aðeins setið í tvö kjörtímabil. Áfram stýrði hann landinu þó sem forsætisráðherra. Pútín tók aftur við sem forseti árið 2012.


Tengdar fréttir

Víða boðað til mótmæla í Rússlandi

Mótmæli hafa verið boðuð víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín verður settur í embætti forseta í fjórða sinn á morgun.

Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota

Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×