Enski boltinn

Yaya vill vera áfram á Englandi og sýna að hann sé enn besti miðjumaðurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yaya vill sýna mönnum að hann er enn lunkinn í boltanum.
Yaya vill sýna mönnum að hann er enn lunkinn í boltanum. vísir/afp
Yaya Toure, sem yfirgefur Manchester City í sumar, er viljugur til að vera áfram á Englandi og er tilbúinn að gefa helming launa sinna standi hann sig ekki hjá nýju félagi.

Dimitri Seluk, umboðsmaður hins 34 ára gamla Toure, sagði þetta í samtali við Sky Sports en Yaya er laus við öll meiðsli og er sagður, að umboðsmanni hans, í besta formi sínu í langan tíma.

Seluk vildi ekki gefa upp hvaða lið eru í deiglunni hjá Toure en nokkur lið hafa nú þegar sett sig í samband við Toure. Hann mun hefja viðræður um leið og tímabilinu lýkur.

„Yaya er hell og er hungraður í að sýna að hann er enn besti miðjumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Fílabeinsströndin verður ekki á HM svo hann verður heill, úthvíldur og sterkari en aldrei fyrr á næsta ári,” sagði Seluk kokhraustur um sinn mann.

 „Hann er ánægður og vill vera eitt ár í viðbót á Englandi. Ef félagið verður ekki ánægð með frammistöðu hans, þá mun hann gefa helming launa sinna eða félagð getur slitið samningnum við hann án bóta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×