Erlent

Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Indverjar hafa margir fengið sig fullsadda af ofbeldisfaraldri í landinu.
Indverjar hafa margir fengið sig fullsadda af ofbeldisfaraldri í landinu. Vísir / AFP
Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð.

Löggjöfin sem heimilar þetta var samþykkt sem framkvæmdartilskipun á sérstökum ríkisstjórnarfundi.

Mikil mótmæli hafa verið á Indlandi undanfarið vegna slíkra barnanauðgana. Árið 2016 voru tæplega 19 þúsund slík mál tilkynnt til lögreglunnar, sem gerir meira en 50 mál á dag.

Aftökur eru sjaldgæfar á Indlandi en þar er þegar gildandi dauðarefsing við annars konar sakargiftum. Seinasta aftaka fór fram í landinu árið 2015 en á Indlandi eru þær oftast framkvæmdar með hengingu.

BBC greinir frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×