Innlent

Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar landssambands lögreglumanna var haldinn í dag að afloknu 34. þingi landssambandsins. Í kjölfarið var send út ályktun sambandsins varðandi kjaradeilu ljósmæðra en undir hana skrifar Snorri Magnússon formaður.

„Stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) lýsir yfir fullu stuðningi við Ljósmæðrafélag Íslands í kjaradeilu þeirra við ríkisvaldið,“ segir í ályktun sambandsins.

„Jafnframt hvetur stjórn LL ríkisvaldið til að leysa deiluna án tafar.  Það er enda algerlega óþolandi að opinberir starfsmenn standi mánuðum saman án gildandi kjarasamnings og sanngjarnra launaleiðréttinga.“

Kjaradeilda ljósmæðra hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Næsti fundur er á dagskrá á fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×